Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
10.2.2011 | 21:07
Blóðug mótmæli Blóðbankans
Ég er nemi í nýja menntaskólanum hér á Íslandi, Menntaskólinn á Tröllaskaga. Hann var starfræktur haustið 2010. Skólinn veitir nemendum aukið svigrúm þegar það kemur að námsvali sem miðar af virkni nemenda og sjálfstæði þeirra. Nemandi lýkur námi í skólanum á samfelldum vinnudegi, og er hugsað þannig að nemendur vinni vel í skólanum til þess að minnka heimavinnu um kvöld og helgar. Námið skiptist almennt í verkstjórn kennara, sjálfstætt nám og aðgengi að námsaðstoð eða fjarnámi. Næstum allt námsefni er utan kennslubóka en nemendur nálgast námsefnið í gegnum kennslukerfi skólans, Moodle, og má þá segja að þetta sé bókalaus skóli.
Þar sem þetta er glænýr menntaskóli er því mikilvægt að nemendur og starfsmenn hans hafi frumkvæði til þess að hjálpa að byggja upp sterkann og frábærann skóla. Sköpun er einnig eitt af einkunnarorðum og grunnþáttur skólans þar sem áhersla er lögð á listir og menningu. Skapandi hugsun að leiðarljósi í námi.
Það sem ég tel vera ákaflega jákvæðann kost í skólanum er hvað það er mikið lagt upp úr frjálsri hugsun og sköpun. Það er engin hugmynd talin asnaleg þær eru bara misþróaðar. Þér er veitt færi á að móta þig alveg á þinn hátt og hvattur til að hugsa út fyrir rammann. Ég flokka það sem kost hvað frelsið er mikið og þér er heimilt að vinna á þínum hraða með alla þá hjálp sem þú þarft.
Nú er önnur önnin í þessum menntaskóla farin vel af stað og mikið að spennandi hlutum og viðburðum á döfinni. Ég tel þetta vera frábær byrjun á glænýjum skóla og er alveg viss um að framhaldið verði bjart og áhugavert. Með hverri önn stækkum við og verðum sterkari og öflugri. Þótt við séum lítill skóli frá litlum bæ, þá hefur stærðin ekkert að segja um hversu öflug og metnaðarfull við erum. Eftir einhvern tíma, að útskrifast frá Menntaskólanum í Tröllaskaga, verður það glæsilegasta á ferilskránni þinni.
Ég er í einum áfanga sem kallast listljósmyndun þar sem enginn annar en skólameistarinn kennir, hún Lára Stefánsdóttir. Ég vil benda á verkefnið sem ég ákvað og vann við þessa viku:
Á þessari mynd þá er ég með blóðug mótmæli gegn blóðbankanum, á bolnum mínum er logo-ið blóðbankans og stór NEI stimpill yfir því eins og þessi ungi "maður" hafi komið inn og honum neitað að gefa blóð. Ég teiknaði logo-ið á bolinn og einnig NEI stimpilinn. Einnig eru fleiri myndir hér hægramegi undir listljósmyndun, endilega skoðið og já, commentið :)
Birgitta Þorsteins
Bloggar | Breytt 11.2.2011 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.2.2011 | 14:24
Samkynhneigð á Siglufirði
Fólk hefur oft spurt mig hvort það hafi ekki verið erfitt fyrir mig að koma út úr skápnum í svona litlu bæjarfélagi. Ég get ekki sagt það, mín reynsla var sko allt önnur en erfið. Auðvitað er alltaf erfitt að taka skrefið og viðurkenna þetta, ekki að það sé eitthvað að því að vera samkynhneigður, þetta er bara svo stórt skref fyrir marga, sérstaklega þegar þú ert ráðvilltur unglingur. En hjá mér, þá kom þetta auðvitað ekki mörgum á óvart, það einhvernveginn vissu þetta allir með mig nema ég sjálf því ég var aldrei viss hvað þetta var, ég hafði aldrei fengið einhverja kynningu eða fræðslu um að það væri bara allt í góðu að bera tilfinningar til sama kyns. Ég er líka svo rosalega opin með þetta allt saman og ég er aldrei feimin með að tala um þetta eða fræða fólk þegar það hefur spurningar. Það er einmitt málið með Siglfirðinga, við erum nú alveg þekkt fyrir að vera opin og viðkunnarleg. En ég hef aldrei fengið nein aðköst frá Siglfirðingum gagnvart mér og minni kynhneigð. Fyrir það elsku Siglfirðingarnir mínir er ég svo þakklát, takk fyrir að taka mér eins og ég er. Bíðið þó bara, ég er rétt að byrja að skera mig út úr. Mér finnst svo frábært að hugsa til framtíðarinnar, þegar ég er búin að gera allt sem ég ætla mér, búin að skoða öll lönd í heiminum, kynna mér allt sem heimurinn hefur upp á að bjóða, vera orðin fræg fyrir hitt og þetta, að vera lítil manneskja frá litlu landi og lýsa síðan ást minni á litla fallega heimabæinn minn, Siglufjörð. Það er ekki stærðin á staðnum sem skiptir máli, heldur stærðin á hjarta þínu og huga, sama hvaðan þú ert og hvað þú ert, þú getur orðið allt sem þú vilt.
Þegar ég var unglingur að alast upp á Siglufirði þá auðvitað fór maður á uppreisnatímabilið og maður þoldi ekki að búa á Siglufirði. Þetta var svo lítill staður og ekkert hægt að gera, en auðvitað bara 16 ára ráðvilltur unglingur með hugann fullann af hugmyndum að reyna að finna út hvað maður vildi gera, hver þú ert, hvernig þinn stíll er og á að vera, komin á það stig að vilja prufa og kanna hluti. Mér fannst ég vera svo fullorðin og orðin alveg nógu þroskuð til þess að standa á eigin fótum og vildi bara komast í burtu til þess að kanna hvað væri þarna úti að bíða eftir mér. Ég vildi kynnast nýju fólki, djamma, ekki vera alltaf undir smásjá hjá mömmu og pabba og geta gert það sem ég vildi, en ég skal segja ykkur það, sama hvað ég gerði, mamma var alltaf í hvert einasta skipti búin að komast að því daginn eftir! Það er alveg örugglega 98% af unglingum sem ganga í gegnum þetta stig, sérstaklega þeir sem búa út á landi og eru frá litlum stöðum, en það er einmitt svo fullkomlega eðlilegur hlutur að vilja prufa allt í heiminum og kynnast nýjum hlutum, komast í nýtt umhverfi, fá að nýta allt sem okkur hefur verið gefið frá fæðingu, reyna á hvað við getum og öðlast gott, litríkt, menningarlegt og fullnægt líf. Það reynist mörgum mjög erfitt tímabil og það er ekkert skrýtið að einmitt fólk á aldrinum 16-25 sé stundum eins og geðklofar sem vita aldrei í hvort fótinn þau eiga að stíga, því um leið og við öðlumst okkar sjálfstæði og förum að skoða hvað lífið hefur upp á að bjóða, að við fáum víðáttubrjálæði og getum ekki tekið ákvarðanir um hvað við eigum eiginlega að gera með líf okkar. Það eru endalausir möguleikar og margir vilja kanna þá áður en þeir setjast niður með konu/mann og börn en það er annar yndislegur kafli í lífinu. En þar sem við erum lítið bæjarfélag sem þýðir meira frelsi fyrir krakka að alast upp, vera örugg úti að leika sér og kynnast, börnin tengjast meira og enda er mjög áberandi hversu bekkirnir í grunnskóla eru nánir og halda ennþá sambandi eftir margra ára skólagöngu.
Það líður þó ekki dagur án þess að ég hugsi um Siglufjörð og ég fyllist alltaf jafn miklu stolti. Mér finnst það forréttindi að hafa alist upp á Siglufirði sem hefur hjálpað mér að þroskast og undirbúa mig fyrir stærri og frábæra hluti í lífinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)