Leita í fréttum mbl.is

Nei ég vil ekki sofa hjá þér! Ég er ekki með kynlíf á heilanum!

„Nei ég vil ekki sofa hjá þér, ég er ekki að horfa á brjóstin á þér, ég fer ekki í sund til þess að horfa á naktar konur, þú ert ekki fallegasti kvenmaður í heimi, ég er ekki með kynlíf á heilanum, þannig hafðu ekki áhyggjur!“

Samkynhneigð = kynlífssýki? Það eru svo margir sem eru alltof fljótir að dæma fólk og enginn fær því breytt, þannig virkar bara heimurinn. Það eru margir sem tengja samkynhneigð við kynlífsfíkn, tökum Ísland sem dæmi, mjög lítið land og gayheimurinn er ennþá minni. Ef þú ert straight stelpa og lendir í því að lesbía reyni við þig án þess að þú varst að gefa henni auga og hún er áköf, er þá rétt að dæma að allar lesbíur séu svona? Eru allir karlmenn svín eins og þið segið oft? Svona virkar ekki heimurinn, fólk er svo rosalega misjafnt sem betur fer, en þar sem gayheimurinn er lítill þá er auðvitað ennþá auðveldara að dæma allar lesbíur eða allt samkynhneigt fólk. En ég get hinsvegar sagt mína sögu og mína hlið á hlutum eins og samkynhneigð. Ég veit ekki hversu oft vinkonur mínar hafa fengið spurningar frá fáfróðu fólki eins og ,,ertu ekki hrædd að afklæðast fyrir framan hana?“ eða „ertu ekki hrædd um að hún verði ástfangin af þér?“ eða jafnvel „ertu ekkert smeyk við að hún reyni við þig eða reyni að kyssa, káfa á þér?“. Þetta særir mig að heyra svona, þó að ég sé lesbía þá laðast ég ekki af hvaða kvenmanni sem er, það bara virkar ekki þannig, ég fell fyrir ákveðnum týpum og persónuleikum eins og hver önnur manneskja, ég er ekki neitt öðruvísi nema ég laðast að kvenmönnum, ég lifi mínu lífi í sátt og samlyndi við allt og alla, ég er mjög skilningsrík manneskja og var alin vel upp, ég hef aldrei á ævinni átt óvini og ætla mér ekki að eignast þá. Vinkonur mínar vita að ég elska þær en ég er ekki ástfangin af þeim, ég laðast núll að þeim því þær eru margar æskuvinkonur mínar sem ég lít á sem systur.


Þegar ég labba inn í stelpuklefann í sundlaug þá veit ég alveg að mörgum finnst það óþæginlegt að hafa lesbíu þarna meðan þið eruð að afklæðast, en viti þið hvað? Mér líður líka mjög óþæginlega því ég veit að þið vitið að ég er lesbía, ég meina það stendur alveg á enninu á mér, þannig ég passa mig að mynda ekki augnsamband, ég horfi bara niður og sinni mínu og fer í sturtu, í fötin og svo er ég farin, ég er ekki með áráttu á kvenlíkamanum, ég hef oft séð þetta og kem ekki í sund til þess að vera perri! Ég er rosalega opin með kynhneigð mína og ég skammast mín ekki neitt, ég hef aldrei gert það og mun aldrei gera, og það er kannski þessvegna sem ég hef aldrei lent í neinu miklu aðkasti, þar sem ég virði skoðannir annarra, ef fólki er illa við eða er á móti samkynhneigð þá er það ekki í mínum verkahring að reyna að snúa þeirra skoðunum við, ég virði það bara og það er ekki fólk sem ég vil kynnast né umgangast og það ekki mig, og það vonandi virðir mig fyrir að vera ég og skoðannir mínar, gagnkvæm virðing er yndisleg, ég vildi óska að það væri fleiri sammála því.

kiss_1070091.jpg

Mér finnst það fullkomnasti hlutur í heimi að fólk sé forvitið og sérstaklega fólk sem kannski hefur ekki umgengist samkynhneigt fólk að það hafi fullt af spurningum og það er bara yndislegt, ef þú spyrð ekki þá kemstu auðvitað ekki af neinu, og mér finnst það frábært þegar fólk leitar til mín í von um að fá svör, og ég skal með glöðu geði svara því sem ég get. Eins og ég sagði þá er ég rosalega opin með kynhneigð mína, þegar ég kom út úr skápnum í litla heimabænum mínum, Siglufjörður, það var svo minnsta mál í heimi, fékk engin aðköst og allir studdu fullkomlega við bakið á mér, það var alveg erfitt að viðurkenna þetta og koma út því ég þekkti engann sem var samkynhneigður og gat ekki talað um þetta við neinn, en eins og staðan er í dag, sérstaklega hérna á Íslandi, þá er þetta orðið svo eðlilegt sem er alveg hreint æðislegt. Ég hvet allar skápadrottningar og skápakónga sem þora ekki að koma út úr skápnum eða bara þið sem eruð forvitin um þetta, forvitin um tilfinningar ykkar, að koma ykkur í samband við einhvern sem er svona opin með kynhneigð sína og bara spurja spurningar, ekki vera feimin með að spyrja!

En aftur af ykkur fáfróðu kjánum þarna úti, næst þegar þið lendið í aðstæðum þar sem ykkur líður kannski ekki vel með að það sé lesbía í stelpuklefanum ykkar, setið ykkur í spor hennar, henni líður alveg örugglega ekkert betur!


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert svo mikið æði Biggó! Gaman að lesa bloggið þitt :)

Man líka þegar við vorum að byrja í VMA og ég var alltaf spurð af þessum spurningum sem þú nefndir þarna - svarið var nánast alltaf það sama ; "er ekki allt í lagi?" En sumum er bara ekki viðbjargandi ;) 

Díana Lind (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 16:18

2 identicon

Snilldar grein hjá þér... þú ert frábær

Karen óló (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 17:16

3 identicon

rosa flott grein ;)

Auður Valdís (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 17:23

4 identicon

Snillingur ertu Birgitta

Leó Leós (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 17:56

5 identicon

Ástæðan fyrir þessari móðursýki gagnvart samkynhneigðum stelpum í sundi á kannski helst rætur sínar í því að konur eru vanar því að karlmenn hugsi stöðugt um kynlíf og þ.a.l. hljóti lesbíur að gera það líka. Þær sem hafa mesta fordóma hugsa þetta kannski ekki lengra en svo að þarna sé í grófasta skilningi kominn karlmaður í klefann þeirra. Þú getur rétt ímyndað þér viðbrögðin ef það kæmi fyrir

í alvörunni (hehe).

Þess vegna er gott að sjá svona greinar til að útskýra að lesbíur eru ekki konur með karlmannsheila.

Pálína (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 17:58

6 Smámynd: Birgitta Þorsteins

Ohh takk fallega fólk!
En já vá nákvæmlega Pálína! Vel orðað takk æðislega fyrir þetta comment :D

Birgitta Þorsteins, 15.3.2011 kl. 18:52

7 identicon

Ég er svo endalaust stolt af þér Birgitta mín! Frábær pistill eins og allt annað sem þú tekur þér fyrir hendur.

Ást á þig :*

Tinna Ýr (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 19:10

8 identicon

auðvitað eru allar lesbíur klámsjúkar og alltaf glápandi á konur! :P hahaha það er svo furðulegt að einhverjum skuli detta þetta í hug!!

af hverju ætti straight kona ekki að horfa alveg jafn mikið á aðra konu eins og lesbían? hnusspuss

sandra (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 19:15

9 identicon

þetta er svoooo satt hahah geðveikut pistill frá þér Birgitta you go girlfriend ;D

Ragna Dís (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 19:43

10 Smámynd: Birgitta Þorsteins

takk sætu mínar :*

Birgitta Þorsteins, 15.3.2011 kl. 23:41

11 identicon

Flottur pistill Birgitta :D

Silfá (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 17:49

12 identicon

Kannski er fólk búið að horfa of mikið á L-word ;)
En frábær pistill hjá þér Birgitta.. rosalega flott og góðir punktar :)

Tinna Rós (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 15:44

13 identicon

vel orðað Birgitta mín

:)

Anna Hermína Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Þorsteins
Birgitta Þorsteins
21 ára litrík pía frá Siglufirði með hugann fullann af hugmyndum og ævintýraþrá til tunglsins

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband