Leita í fréttum mbl.is

Blóðug mótmæli Blóðbankans

Ég er nemi í nýja menntaskólanum hér á Íslandi, Menntaskólinn á Tröllaskaga. Hann var starfræktur haustið 2010. Skólinn veitir nemendum aukið svigrúm þegar það kemur að námsvali sem miðar af virkni nemenda og sjálfstæði þeirra. Nemandi lýkur námi í skólanum á samfelldum vinnudegi, og er hugsað þannig að nemendur vinni vel í skólanum til þess að minnka heimavinnu um kvöld og helgar. Námið skiptist almennt í verkstjórn kennara, sjálfstætt nám og aðgengi að námsaðstoð eða fjarnámi. Næstum allt námsefni er utan kennslubóka en nemendur nálgast námsefnið í gegnum kennslukerfi skólans, Moodle, og má þá segja að þetta sé bókalaus skóli.

Þar sem þetta er glænýr menntaskóli er því mikilvægt að nemendur og starfsmenn hans hafi frumkvæði til þess að hjálpa að byggja upp sterkann og frábærann skóla. Sköpun er einnig eitt af einkunnarorðum og grunnþáttur skólans þar sem áhersla er lögð á listir og menningu. Skapandi hugsun að leiðarljósi í námi. 

Það sem ég tel vera ákaflega jákvæðann kost í skólanum er hvað það er mikið lagt upp úr frjálsri hugsun og sköpun. Það er engin hugmynd talin asnaleg þær eru bara misþróaðar. Þér er veitt færi á að móta þig alveg á þinn hátt og hvattur til að hugsa út fyrir rammann. Ég flokka það sem kost hvað frelsið er mikið og þér er heimilt að vinna á þínum hraða með alla þá hjálp sem þú þarft.

Nú er önnur önnin í þessum menntaskóla farin vel af stað og mikið að spennandi hlutum og viðburðum á döfinni. Ég tel þetta vera frábær byrjun á glænýjum skóla og er alveg viss um að framhaldið verði bjart og áhugavert. Með hverri önn stækkum við og verðum sterkari og öflugri. Þótt við séum lítill skóli frá litlum bæ, þá hefur stærðin ekkert að segja um hversu öflug og metnaðarfull við erum. Eftir einhvern tíma, að útskrifast frá Menntaskólanum í Tröllaskaga, verður það glæsilegasta á ferilskránni þinni.

Ég er í einum áfanga sem kallast listljósmyndun þar sem enginn annar en skólameistarinn kennir, hún Lára Stefánsdóttir. Ég vil benda á verkefnið sem ég ákvað og vann við þessa viku:

Ég er ennþá að reyna að fikra mig áfram í samkynhneigðum fordómum, og mundi eftir að lesa frétt á Pressunni þar sem 18 ára nema var bannað að gefa blóð, þar sem hann var samkynhneigður. Á heimasíði blóðbankans stendur í reglum, þú skalt ekki gefa blóð ef: Þú ert karlmaður og hefur haft samfarir við sama kyn. Það fylgja ákveðnar reglur blóðgjöf til þess að passa upp á sýkingar, sjúkdóma og alls konar sem er alveg skiljanlegt. En þetta er nú fullgróf, að neita fólki að gefa blóð fyrir kynhneigð sínar. Ætli það sé ekki hræðsla við HIV eða AIDS, en það eru sko ekki samkynhneigðir menn sem eru í meira hluta þar, alls ekki, ég efast að HIV eða AIDS smitaður einstaklingur færi að gefa blóð, og ef hann myndi ekki vita af því, þá er blóðið alltaf alltaf alltaf rannsakað! Svo er það líka hver sem er sem gæti verið smitaður af þessu sjúkdómum.


blóðugmótmæli

Á þessari mynd þá er ég með blóðug mótmæli gegn blóðbankanum, á bolnum mínum er logo-ið blóðbankans og stór NEI stimpill yfir því eins og þessi ungi "maður" hafi komið inn og honum neitað að gefa blóð. Ég teiknaði logo-ið á bolinn og einnig NEI stimpilinn. Einnig eru fleiri myndir hér hægramegi undir listljósmyndun, endilega skoðið og já, commentið :)

 

Birgitta Þorsteins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert algjör snillingur !!!! ;D ég segi nú bara ekki annað og fucking AWSOME mynd!!!1:*:*

Ragna Dís Einarsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 22:43

2 Smámynd: Birgitta Þorsteins

Æji takk ástin :D :**

Birgitta Þorsteins, 11.2.2011 kl. 00:05

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í fyrra fengu 5 gagnkynhneigðir karlmenn HIV-smit (nýbirtar tölur).

Sama ár fengu jafnmargir samkynhneigðir karlmenn HIV-smit. Samt eru samkynhneigðir karlmenn nál. 2,8% karlmanna í vestrænum löndum eða um 35 sinnum færri en gagnkynhneigðir kynbræður þeirra. Af því sést, að HIV-smit er ólíkt algengara hjá samkynhneigðum karlmönnum, þótt sumir hafi látið sem svo sé ekki hin síðari ár.

Umfram allt þarf að hugsa um öryggi sjúklinga, út á það gengur heilbrigðiskerfið. Ef fá ætti hingað skönnunarbúnað, sem skannað getur blóð með nauðsynlegu öryggi, kostar það hingað komið um 40 milljónir króna. Á því höfum við ekki efni, til þess eins að fara að ósk sumra í þessum tiltölulega litla hópi. Það er því ekkert óeðlilegt að þeir verði að lúta sömu reglu og gildir um tattóveraða og sprautufíkla. Í því felst engin óvirðing, einungis nauðsynleg varúðarráðstöfun, hér á landi eins og í flestum löndum.

Frá sjónarhóli starfsmanna heilbrigðisþjónustunnar snýst þetta ekki um tilfinningar þessa unga manns, heldur líf og heilsu blóðþega.

Jón Valur Jensson, 11.2.2011 kl. 02:25

4 identicon

"Ef skoðaðar eru tölur um smitaða einstaklinga í öllum heiminum kemur í ljós að 70% þeirra sem bera í sér veiruna hafa smitast vegna gagnkynhneigðar en aðeins 10% vegna samkynhneigðar."

tekið af vísindavef HÍ

http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=2337

Guðný Ósk Árdal Sveinbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 03:10

5 identicon

Þú ert snillingur! Flott mynd:)

Jóna Guðný (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Þorsteins
Birgitta Þorsteins
21 ára litrík pía frá Siglufirði með hugann fullann af hugmyndum og ævintýraþrá til tunglsins

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband