Þessi hugmynd mín kom út frá hugsunum mínum hvernig ljósmyndari ég vil vera og hvað ég vil einbeita mér að þessa önnina, og þessar myndir mínar sína rasisma. Þessa mynd túlka ég þannig: Hitler sem leiddi her til þess að drepa fólk í milljónatali og með fordóma á allt og alla sem voru öðruvísi, hvort sem það voru blökkumenn, gyðingar, samkynhneigðir og svo framvegis. Hérna sýni ég Hitler einn inn í herbergi hjá sér að sýna sjálfann sig, hann er að setja á sig vararlit eins og hann sé með leynda kvenlega eða jafnvel samkynhneigða hlið.
Hvers vegna valdi ég þetta? Mér fannst þetta vera svolítið öfgafullt og myndi vekja athygli. Af hverju? Maður veit aldrei hvað fólk virkilega hugsar í alvörunni, hvernig fólk er þegar það er eitt. Maður veit aldrei hvar eða hvaðan fordómarnir liggja, eins og með Hitler, hann var sjálfur ættaður af gyðingum og sögur um að hann hafi verið samkynhneigður.
Ljósmyndari: Birgitta Þorsteins | Tekin: 27.1.2011 | Bætt í albúm: 3.2.2011
Athugasemdir
Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.